Fyrir hverja?

Endurhæfing-þekkingarsetur starfar fyrst og fremst að endurhæfingu einstaklinga með fjölþættar fatlanir og/eða alvarlega sjúkdóma, meðfædda eða seinna til komna. Þessir einstaklingar geta þurft að glíma við ýmsa fylgikvilla og afleidd vandamál af völdum fötlunar, ásamt sértækum hjálpar- og stoðtækjaþörfum.

Sífellt fleiri lifa, og lifa lengur, með alvarlegar fatlanir, meðfæddar eða seinna til komnar. Það er því afar brýn þörfá sérfræðikunnáttu í meðhöndlun fjölþættrar fötlunar til að auka heilsutengd og félagsleg lífsgæði þessaraeinstaklinga og aðstandenda þeirra. Einnig er mikil þörf á fræðslu og leiðbeiningum fyrir aðstandendur og umönnunaraðila. Skjólstæðingar Endurhæfingar eru flestir búsettir á Stór-höfuðborgarsvæðinu og einstaklingar búsettir á LSH í Kópavogi. 

Í tengslum við starfsemi Rjóðurs á lóð LSH í Kópavogi hefur starfsemin aðallega beinst að börnum sem koma utan af landi og börnum sem dveljast í Rjóðri vegna framhaldsendurhæfingar að lokinni dvöl á Barnaspítala Hringsins.

Unnið er í samvinnu við foreldra, aðra fagaðila og umönnunaraðila að þjálfun og útvegun og aðlögun hjálpartækja.

Endurhæfing-þekkingarsetur sinnir ráðgjöf á landsvísu.