Neyðaráætlun í sundlaug Endurhæfingar í Kópavogi

Verði alvarlegt slys eða komi upp neyðartilfelli í eða við sundlaugina skulu starfsmenn bregðast við á eftirfarandi hátt:

Ef tveir starfsmenn eru til staðar:

  1. Starfsmaður 1 hefur þegar björgunaraðgerðir ef þeirra er þörf, sjá blað um endurlífgun Starfsmaður 2: 1. Aðstoðar starfsmann 1, ef þarf að ná einstaklingi upp úr laug og saman koma þeir honum þannig fyrir að hægt sé að hefja aðgerðir.
  2. Aðvarar aðra starfsmenn ( hringir neyðarbjöllu) 2: 1. Aðstoðar starfsmann 1, ef þarf að ná einstaklingi upp úr laug og saman koma þeir honum. þannig fyrir að hægt sé að hefja aðgerðir. 2. Aðvarar aðra starfsmenn ( hringir neyðarbjöllu).
  3. Kannar aðstæður og kallar til sjúkrabíl í 112.
  4. Segir hvaðan hringt er / hvar slysið er: Segir hver hringir; Hvað kom fyrir.
  5. Hefur stjórn á sundlaugargestum – Rýmir svæðið.
  6. Aðstoðar starfsmann nr. 1 við björgunaraðgerðir.
  7. Tekur á móti sjúkrabíl.

Ef einn starfsmaður er til staðar:

  1. Aðvarar aðra starfsmenn ( hringir neyðarbjöllu).
  2. Hefur strax björgunaraðgerðir.
  3. Felur ákveðnum aðila að kalla í sjúkrabíl í síma 112.
  4. Sá aðili skal: Segja hvaðan hringt er/hvar slysið er; Segja hver hringir; Hvað kom fyrir.
  5. Felur ákveðnum aðila að hafa stjórn á sundlaugargestum/rýma húsnæðið.
  6. Felur ákveðnum aðila að taka á móti sjúkrabíl.

Staðsetning á öryggis- og neyðarútbúnaði í sjúkraþjálfun og sundlaug Endurhæfingar í Kópavogi:

1. Neyðarbjalla -Staðsett á súlu við miðja sundlaug. Þegar togað er í spottann, hringir bjalla í húsnæði sjúkraþjálfunar.

2. Neyðarhnappar -Í búningsklefum í vesturálmu staðsettir á vegg sem liggur að gangi.

3. Ambupoki og kokrenna -Staðsett á hillu fyrir framan lyftu í sjúkraþjálfun.

4. Súrefni -Staðsett í litlu geymslu við hlið lyftunnar uppi í sjúkraþjálfun.

5. Sogtæki -Staðsett á móti litlu geymslu (undir símtæki) uppi í sjúkraþjálfun Pokar, millistykki og sogleggir eru í litlu geymslu ef það er ekki á sogtækisborðinu.