Umgengni við sundlaugina

Við leggjum áherslu á góða umgengni og hreinlæti en grunnreglan er að skilja við baðklefa og tæki eins og maður vildi koma að hlutunum sjálfur.

  • Í forstofu er farið úr útiskóm og skildir eftir hjólastólar og kerrur.
  • Hægt er að fara með baðbekki, lyftara og baðstóla fram í forstofu og skipta þar um “farartæki”.
  • Í forstofu eru bláir plastskór ætlaðir fyrir starfsfólk/ aðstoðarmenn, ef þeir kjósa að fara inn á skóm.
  • Í búningsklefum eiga að vera stígvél og plastsvuntur fyrir þá sem vilja.
  • Það eru vinsamlega tilmæli til fólks að spritta baðbekki eftir notkun þannig að þeir séu tilbúnir fyrir næsta einstakling.
  • Spritt og svampar eru á hillu í baðklefa.