Velferðartækni og hjálpartæki

8. september 2009

Velferðartækni og hjálpartæki

Hugtakið vísar til tækni og tækja sem eru til þess fallin að viðhalda og / eða auka lífsgæði þjónustunotandans, bæði barna og fullorðinna. Það getur þannig vísað til algengra tækja eins og gleraugna, hjólastóla sem og til tækni sem viðheldur lífi og til fjarheilbrigðisþjónustu. Hjálpartæki er gjarnan skilgreint sem hvert það tæki eða hlutur, hvort sem það er keypt út úr búð, aðlagað eða sérhannað, sem er notað til að auka, viðhalda eða bæta starfræna færni. Hjálpartæki eru því tæki sem geta aukið sjálfstæði, aukið hreyfigetu, gert einstaklingnum kleyft að tjá sig, sinna námi eða vinnu og vera virkur þátttakendur í samfélaginu. Fagaðilar Endurhæfingar-þekkingarseturs meta þörf fyrir tæki og veita ráðgjöf við val á hjálpartækjum .

Nýjustu fréttirnar