Innowalk Pro

Innowalk Pro

Nýjung á Íslandi

Endurhæfing-Þekkingarsetur hefur tekið í notkun einstakt þjálfunartæki fyrir ungt og fullorðið fólk með taugafræðilegan skaða, meðfæddan eða síðar ákominn. Má þar nefna CP, mænuskaða, heilablóðfall, heilaáverka eftir slys eða sjúkdóma, MS, Parkinson ofl.

Innowalk Pro er fjölþjálfi sem býður upp á þjálfun í sitjandi stöðu eða standandi þungaberandi stöðu, stilltri að færni einstaklingsins. https://www.madeformovement.com/innowalk-pro

Tækið er það eina sinnar tegundar á Íslandi. Þjálfun í uppréttri stöðu hefur áhrif á vöðvastyrk, beinþéttni, liði og liðleika, hjarta og öndun og meltingu. Einnig hefur tækið sýnt sig hafa góð áhrif á sjónræna hreyfistjórnun, á sjálfsmat og félagsleg samskipti.

Tækið verður mikil og góð viðbót við þjálfunarmöguleika fólks með hreyfihömlun.

Innowalk Pro og sýndarveruleiki

Þessir höfðingjar voru fyrstir til að prófa nýja þjálfunarmöguleika hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri