Sundlaug

Sundlaug

Sundlaug Endurhæfingar-þekkingarseturs var byggð árið 1983, sérstaklega fyrir fatlað fólk og með þarfir fatlaðs fólks í huga. Laugin var byggð fyrir tilstuðlan og með aðkomu Foreldra- og vinafélags Kópavogshælis. Búningsaðstaða var endurnýjuð árið 1989. Búningsklefar eru rúmgóðir og í / eða við búningsklefa, og við laug, eru til staðar lyftarar, 3 baðbekkir, sérstakir baðstólar og sundlaugalyftari.

Laugin er notuð til vatnsþjálfunar fyrir þá einstaklinga sem fá þjálfun hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri og ennfremur fyrir fullorðnar fatlaða einstaklinga sem fá þjálfunartíma sem snúa að vellíðan í vatni hjá Fjölmennt fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks.

Laugin er 6 x 11 metrar, um 0,9 m þar sem hún er grynnst og 1,4 m þar sem hún er dýpst. Hitastigi er haldið u.þ.b. 34,5°C og heitur pottur er um 38,5° – 39° C. Lofthiti er að jafnaði 27°C.

Við laugina er sundlaugarlyftari, 4 hækkanlegir/ lækkanlegir baðbekkir, 1 rafknúinn setlyftari og 4 sérstakir baðstólar á hjólum. Í búningsklefum er öll aðstaða með þarfir fatlaðs fólks í huga, m.a. hitalampar fyrir þá sem ekki geta hreyft sig og baðstóll fyrir fólk í ofþyngd.

Þjálfun í vatni

Vatnsþjálfun býður upp á öflugan endurhæfingar- og meðferðarkost fyrir einstaklinga með fjölþættar skerðingar, bæði börn og fullorðna. Vatnsþjálfun getur innihaldið þol og styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, vatnsaðlögun, slökun og teygjumeðferð. Hún hefur marga kosti fram yfir þjálfun á þurru landi. Náttúrulegur flotkraftur vatnsins gefur frelsi til hreyfinga án þess að hætta sé á að lagt sé of mikið álag á líkamann. Mótstaða vatnsins styrkir vöðva og einstakir eiginleikar vatnsins lágmarka verki og auðvelda hreyfingu. Enn fremur líður flestum mjög vel í heitu vatni. Flotkraftur léttir álagi af liðum og því getur fólk með stirða eða kreppta liði hreyft sig mun auðveldar en hægt er á “þurru landi”.

Aðstaða í sundlaug

 • Búningsklefar eru tveir. Þeir eru rúmgóðir og í eða við búningsklefa eru til staðar lyftari, baðbekkir og sturtustólar.
 • Lyftari er við laug til að flytja fólk í liggjandi stöðu..
 • Í búningsklefum er boðið upp á sápu, einnota hanska og einnota þvottasvampa.
 • Þjónustunotendur koma sjálfir með sín eigin baðföt, handklæði og sjampó ef þeir kjósa.
 • Ekki er boðið upp á aðstoð í búningsklefum og koma því notendur með sinn eigin aðstoðarmann ef þess er þörf.
Nokkrar staðreyndir um sundlaug Endurhæfingar

Laugin er 6 x 11 metrar, 90 cm þar sem hún er grynnst og 140 cm þar sem hún er dýpst. Hitastigi er haldið u.þ.b. 33,7 – 34°C og heitur pottur er um 38, 5°C.

Lofthiti er að jafnaði 27°C.

Öryggismál sundlaugar

Við sundlaugarbakka er snúra sem tengd er við öryggishnapp.

Í búningsklefum eru öryggishnappar. Þeir eru staðsettir á vegg sem snýr út að gangi fyrir framan búningsklefa. Þessa hnappa á ekki að nota nema um neyðartilfelli sé að ræða.

Nauðsynlegt er að fylgjast með hitastigi við heitan pott. Hitamælir hangir á tréverki við pottinn. Vinsamlega látið starfsfólk vita ef hitastig er óeðlilegt. Viðmiðunarhitastig er 38, 5°C en má vera á bilinu 37, 5 – 39, 5°C.

Aldrei má neinn vera án eftirlits í eða við laug.

Umgengni við sundlaugina

Við leggjum áherslu á góða umgengni og hreinlæti en grunnreglan er að skilja við baðklefa og tæki eins og maður vildi koma að hlutunum sjálfur.

Grunnreglan er að skilja við baðklefa og tæki eins og maður vildi koma að þeim sjálfur.

Í forstofu eru nokkur pör af inniskóm og bláir plastskór ætlaðir fyrir aðstoðarfólk, ef það kýs að fara inn á skóm.

Í forstofu er farið úr útiskóm og skildir eftir hjólastólar og kerrur. Hægt er að fara með baðbekki, lyftara og baðstóla fram í forstofu og skipta þar um “farartæki”.

Það eru vinsamleg tilmæli til fólks að spritta baðbekki eftir notkun þannig að þeir séu tilbúnir fyrir næsta einstakling. Spritt og svampar eru á hillu í baðklefa.

Neyðaráætlun í sundlaug Endurhæfingar

Verði alvarlegt slys eða komi upp neyðartilfelli í eða við sundlaugina skulu starfsmenn bregðast við á eftirfarandi hátt:

Ef tveir starfsmenn eru til staðar:
 1. Starfsmaður 1 hefur þegar björgunaraðgerðir ef þeirra er þörf, sjá blað um endurlífgun Starfsmaður 2: 1. Aðstoðar starfsmann 1, ef þarf að ná einstaklingi upp úr laug og saman koma þeir honum þannig fyrir að hægt sé að hefja aðgerðir.
 2. Aðvarar aðra starfsmenn ( hringir neyðarbjöllu) 2: 1. Aðstoðar starfsmann 1, ef þarf að ná einstaklingi upp úr laug og saman koma þeir honum. þannig fyrir að hægt sé að hefja aðgerðir. 2. Aðvarar aðra starfsmenn ( hringir neyðarbjöllu).
 3. Kannar aðstæður og kallar til sjúkrabíl í 112.
 4. Segir hvaðan hringt er / hvar slysið er: Segir hver hringir; Hvað kom fyrir.
 5. Hefur stjórn á sundlaugargestum – Rýmir svæðið.
 6. Aðstoðar starfsmann nr. 1 við björgunaraðgerðir.
 7. Tekur á móti sjúkrabíl.
Ef einn starfsmaður er til staðar:
 1. Aðvarar aðra starfsmenn ( hringir neyðarbjöllu).
 2. Hefur strax björgunaraðgerðir.
 3. Felur ákveðnum aðila að kalla í sjúkrabíl í síma 112.
 4. Sá aðili skal: Segja hvaðan hringt er/hvar slysið er; Segja hver hringir; Hvað kom fyrir.
 5. Felur ákveðnum aðila að hafa stjórn á sundlaugargestum/rýma húsnæðið.
 6. Felur ákveðnum aðila að taka á móti sjúkrabíl.
 7. Staðsetning á öryggis- og neyðarútbúnaði í sjúkraþjálfun og sundlaug
Endurhæfingar í Kópavogi:
 1. Neyðarbjalla -Staðsett á súlu við miðja sundlaug. Þegar togað er í spottann, hringir bjalla í húsnæði sjúkraþjálfunar.
 2. Neyðarhnappar -Í búningsklefum í vesturálmu staðsettir á vegg sem liggur að gangi.
 3. Ambupoki og kokrenna -Staðsett á hillu fyrir framan lyftu í sjúkraþjálfun.
 4. Súrefni -Staðsett í litlu geymslu við hlið lyftunnar uppi í sjúkraþjálfun.
 5. Sogtæki -Staðsett á móti litlu geymslu (undir símtæki) uppi í sjúkraþjálfun Pokar, millistykki og sogleggir eru í litlu geymslu ef það er ekki á sogtækisborðinu.