Postural Management

8. september 2009

Postural Management – 24/7 (allan sólarhringinn, alla daga ársins)

Unnið er samkvæmt skilgreiningum og hugmyndafræði líkamsstöðustjórnunar – Posture Management og ICF líkani WHO sem leggur áherslu á virkni og þátttöku.

Starfsfólk hefur sinnt rannsóknarvinnu og vinnu við þróun hjálpartækja ásamt því að vera í samvinnu við erlenda kollega um þróun meðferða fyrir skjólstæðinga sína.

  • Postural Management er stjórnun líkamsstöðu í liggjandi, sitjandi og standandi og gangandi stöðu, ásamt því að nota hjálpartæki eins og hjólastóla, göngugrindur og fl.
  • Felur í sér þjálfun og nauðsynleg/viðeigandi hjálpartæki til að auka færni, auðvelda úrlausn verkefna, að ná/ávinna sér líkamsstöðu sem stuðlar að eðlilegum þroska og sem fyrirbyggir aflaganir (Nelham R., 2001).

Markmið með meðferð einstaklinga með fjölþættar fatlanir er í stórum dráttum tvennskonar:

  • Að hámarka færni, yfirleitt með aðstoð hjálpar- og stoðtækja.
  • Að lágmarka afleidd vandamál fötlunarinnar.
  • Engin “hands-on” meðferð getur komið algerlega í staðinn fyrir þessi grundvallaratriði.

Tilgangurinn er að…

  • Auka velferð og lífsgæði.
  • Auka þátttöku og virkni einstaklingsins í samfélaginu.
  • Auðvelda aðkomu fjölskyldu og umönnunaraðila.
  • Tryggja nýtingu fjármuna.

Nýjustu fréttirnar