Endurhæfing – þekkingarsetur

8. september 2009

  • Endurhæfing – þekkingarsetur er frumkvöðull í endurhæfingu og hæfingu ungs og fullorðins fólks með fjölþættar skerðingar og langvarandi stuðningsþarfir . Endurhæfing-þekkingarsetur er eina endurhæfingarfyrirtækið á Íslandi á sínu sviði.

  • Markmið Endurhæfingar- þekkingarseturs er að auka heilsu- og félagstengd lífsgæði þjónustunotenda sinna með því að hámarka getu hvers einstaklings til færni og sjálfsbjargar og styðja við og vernda heilsu. Sérfræðiþekking er meðal annars á sviði forvarna, stöðustjórnunar og velferðartækni. Unnið er samkvæmt skilgreiningum og hugmyndafræði um stöðustjórnun (e.posture management) og tilgangurinn að auka færni, fyrirbyggja afleiddar skerðingar og frekari fötlun. Um leið er verið að stuðla að aukinni vellíðan, lífsgæðum og möguleikum til félagslegrar þátttöku.

  • Þjónustunotendur hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri þarfnast langvarandi stuðnings í daglegu lífi og því er stuðningur við einstaklinginn, heimili, aðstandendur, aðstoðarfólk og fagaðila í nærumhverfi ákaflega mikilvægur.

  • Byggt er á réttinum til heilsu og samningi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks (Fact Sheet 31, Right to Health, 2008; Sameinuðu þjóðirnar, 2007). Samkvæmt samningi SÞ skal stuðlað að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. Enn fremur sé það viðurkennt að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar og að það eigi rétt á að fá þjónustu sem miði að því að draga úr fötlun eins og framast er kostur og koma í veg fyrir frekari fötlun.

  • Eitt af markmiðum Endurhæfingar-þekkingarsetur er að afla og miðla þekkingu, m.a. meðþví að fylgjast með nýjungum á alþjóðavettvangi og með þátttöku í fyrirlestrum erlendis og innlendis, fjölþjóðlegu samstarfi og rannsóknum.

  • Helstu burðarásar starfseminnar:

  • Meðferð, forvarnir, ráðgjöf og önnur íhlutun við einstaklinga með fjölþættar skerðingar og langvarandi stuðningsþarfir

  • Sérfræðiþjónusta

  • Velferðartækni

  • Ráðgjöf og stuðningur í nærumhverfi

Nýjustu fréttirnar