CPEF dagurinn 10.apríl 2024
4. apríl 2024
Undanfarin 10 ár hafa Endurhæfing-þekkingarsetur og Æfingastöðin boðið einstaklingum með CP og CP-lík einkenni upp á CP-eftirfylgd (CPEF). CPEF er þýtt og staðfært sænskt eftirfylgnikerfi CPUP (CP Uppföljning) sem notað er í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og víðar til að fylgjast með heilsu og færni einstaklinga með CP.
Endurhæfing-þekkingarsetur býður í ár til CPEF dags 10.apríl nk. Kl. 8-12 og við fáum til liðs við okkur Elisabetu Rodby-Bousquet frá CPUP Svíþjóð til að kenna okkur og leiðbeina. Fyrirlestrar verða á ensku. Farið verður yfir mikilvægi þess að fyrirbyggja afleiddar skerðingar, hvað hefur áunnist og hvað við getum gert til að gera enn betur. Þá mun Elisabet fara yfir ýmsa þætti í matstækjum sem mikilvægt er að þekkja og kynnast betur. Elisabet hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á CPUP og því auðvelt að spyrja spurninga um hvaðeina.
Okkur langar að heyra hvort ekki sé áhugi fyrir hendi hjá sjúkraþjálfurum til þátttöku ?
Skráning fer fram á endurhaefing@endurhaefing.is. Vinsamlegast sendið inn nafn, vinnustað og netfang.
Hægt er að lesa frekar um CPUP hér https://cpup.se/
Og einnig t.d. hér:
CPUP – från reaktiv till preventiv behandling av cerebral pares.Framgångsrik utveckling med CPUP – kombinerat uppföljningsprogram och kvalitetsregister https://lakartidningen.se/klinik-och-vetenskap-1/artiklar-1/vardutveckling-och-organisation/2023/11/cpup-fran-reaktiv-till-preventiv-behandling-av-cerebral-pares/
Staður:
Endurhæfing-þekkingarsetur
Kópavogsgerði 10, 200 Kópavogur, s. 414 4500
Stund: 10. apríl kl. 8-12
ATH : Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 26.mars.