CPEF dagurinn 10.apríl lukkaðist vel
11. apríl 2024
Í gær, þann 10.apríl, komu hingað í Endurhæfingu – þekkingarsetur rúmlega 40 manns og tóku þátt í ráðstefnu um CPEF (CP – eftirfylgd). Dr. Elisabet Rodby Bousquet kom frá Svíþjóð og var fyrirlesari dagsins. Óhætt er að segja að hún hafi átt sviðið og náð að blása krafti í þátttakendur dagsins. Við hér í Endurhæfingu – þekkingarsetri erum glöð og þakklát með daginn og að svo margir sáu sér fært að mæta.