Um CP-North
Um CP-North
Íslenskir fag- og fræðimenn tóku þátt í umfangsmikilli samnorrænni rannsókn: “ CP-NORTH: Living Life with Cerebral Palsy in the Nordic Countries?” á högum einstaklinga með Cerebral Palsy (CP) og fjölskyldna þeirra. Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Ísland og Finnland voru aðilar að þessu verkefni og hlaut rannsóknin styrk frá NordForsk á tímabilinu 1.9.2017 – 30.6.2022. Íslenskir aðilar að rannsókninni voru Endurhæfing-þekkingarsetur, Æfingastöð SLF og Félagsvísindadeild Háskóla Íslands og var hún tengd eftirfylgni með einstaklingum með CP á Norðurlöndunum (CPEF á Íslandi, www.cpup.se).
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig líf með CP hefur áhrif á heilsu, lífsgæði, notkun heilbrigðisþjónustu, menntun, þátttöku á vinnumarkaði og efnahags- og félagslega stöðu yfir æviskeið. Ekki var eingöngu horft til þessarra þátta fyrir einstaklinga með CP heldur einnig til foreldra barna og ungs fólks með CP og samanburður gerður innan landa og milli Norðurlandanna. Þá verða niðurstöður bornar saman við niðurstöður frá ófötluðum þátttakendum og sérstakir rýnihópar sem samanstanda af notendum og öðrum hagsmunaaðilum munu verða kallaðir til samstarfs.
https://www.arcada.fi/en/research/key-research-activities/cp-north