Uppboð á verkum Karls Guðmundssonar og fleiri listamanna

24. apríl 2014

 

 

Einn af þjónustunotendum hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri er Karl Guðmundsson en Karl hefur þegar skapað sér gott orðspor sem listamaður.

Þessa dagana er hann að taka þátt í sýningum á vegum“ List án landamæra“ og dagana 23. apríl  — 27. apríl  verður sýningin SAMSUÐA opin á Kjarvalsstöðum, Flókagötu 24.

Verkefnið er hluti af uppboðssýningu til styrktar Listar án landamæra þar sem tveir listamenn vinna saman og hafa þannig áhrif á sköpun hvors annars.

Listafólkið er:

Eggert Pétursson og Guðrún Bergs
Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Sara Riel
Hugleikur Dagsson og Ísak Óli Sævarsson
Karl Guðmundsson og Erlingur Klingenberg

Uppboðið fer fram sunnudaginn 27. apríl klukkan 18 og við vonumst til að sjá sem flesta HÉR er myndband sem sýnir listamennina og undirbúninginn. 

 

Nýjustu fréttirnar